fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Ólafur fór ekki eftir ráðum lækna – Átti að vera í rúminu í þrjár vikur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari gengur um með hækjur þessa dagana eftir að hafa slasast á mjöðm.

Ólafur gerðist þjálfari hjá Stjörnunni í vetur og mun stýra liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni í gær.

„Það sem ég held að Óli komi með inn í þetta er að það verður vonandi meiri ró á boltanum. Við höfum fallið til baka og farið að verja stöðuna þegar við erum yfir í leikjum. Ég held að Óli vilji halda áfram og skora fleiri. Það er eitthvað sem mun bæta okkar leik,“ sagði Guðjón Baldvinsson í viðtali við Fótbolta.net um komu Ólafs.

Stjörnumenn voru mættir til að ræða komandi sumar. „Hann var að flýta sér yfir eitthvað skilti og missti húfuna aftur fyrir sig og ætlaði að grípa hana. Hann braut eitthvað í mjöðminni og þetta er skellur fyrir hann, akkúrat þegar golfsumarið er að byrja. Hann verður fljótur að jafna sig,“ sagði Halldór Orri Björnsson við Fótbolta.net.

Ólafur átti að vera rúmliggjandi í þrjár vikur en hlustaði ekki á það. „Hann átti að vera rúmliggjandi í þrjár vikur en hann var mættur daginn eftir á hækjunum. Hann vill ekki missa af neinu. Ég er ánægður með hann,“ sagði Guðjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Í gær

Heimsfrægur maður breytti útliti sínu eftir ummæli dóttur sinnar – Mynd

Heimsfrægur maður breytti útliti sínu eftir ummæli dóttur sinnar – Mynd
433Sport
Í gær

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir