fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Saga Hörpu sem er tvítug kallar fram tár bros og takkaskó – „Stolt af sjálfri mér“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. maí 2020 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa Karen Antonsdóttir leikmaður Hauka í knattspyrnu upplifði mikinn gleðidag í vikunni þegar hún snéri aftur á knattspyrnuvöllinn. Veturinn hefur verið erfiður fyrir Hörpu sem hefur barist við krabbamein.  Fótbolti.net fjallaði fyrst um málið.

Harpa er fædd árið 1999 en fyrir átta mánuðum byrjaði hún í lyfjameðferð vegna krabbameins, sex mánuðir eru síðan að hún kláraði þá meðferð.

Harpa hafði verið með hausverk í þrjú ár og fagnar nú sigri með því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. „Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar,“ skrifar Harpa í færslu á Instagram en hún fagnar 21 árs afmæli sínu í júlí.

„Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð,“ skrifaði Harpa sem brosti út að eyrum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik gegn KR.

„Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti. Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila.“

Harpa ólst upp í Val en systir hennar er Hildur Antonsdóttir sem á að baki leiki fyrir A-landsliðs kvenna og spilar í dag með Breiðablik.

 

View this post on Instagram

 

Fyrstu 15 min í sumar ❤️ • Fyrsti leikur í 8 mánuði ⚽️ • 8 mánuðir síðan ég byrjaði í lyfjagjöf 💉 • 6 mánuðir síðan ég kláraði erfiða krabbameinsmeðferð 🦀 • Fyrsti leikur í ca 3 ár án hausverks 🤯 Er svo ótrúlega glöð og stolt af sjálfri mér, búin að leggja svo mikið á mig og koma mér í hlaupaform upp á síðkastið, gat ekki hlupið einn fótboltahring í byrjun janúar 🙃 Þetta er svo stór sigur fyrir mig og búið að vera markmiðið mitt síðan ég byrjaði í meðferð Góð byrjun á sumrinu og LOKSINS fótbolti ⚽️🏆❤️ Getið séð á síðustu mynd hversu glöð ég var að fá að spila ❤️

A post shared by 𝙷𝙰𝚁𝙿𝙰 𝙺𝙰𝚁𝙴𝙽 𝙰𝙽𝚃𝙾𝙽𝚂𝙳𝙾𝚃𝚃𝙸𝚁 (@harpakareen) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Í gær

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur