fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Kári var rekinn fyrir að neita að gefa eftir laun sín

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason sem hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu síðustu ár gerir upp ferill sinn í Draumaliðinu hjá Jóa Skúla.

Kári velur draumalið sitt af ferlinum en hann ræðir einnig um ferilinn í heild. Auk þess að velja góða samherja fer hann yfir atvik sem komið hafa upp á ferli sínum.

Kári var í herbúðum Plymouth frá 2009-2011 en var í raun rekinn frá félaginu þegar hann neitaði að gefa eftir laun sín. Plymouth hafði ekki átt pening í fleiri mánuði og Kári ekki fengið laun sín.

„Þetta tekur enda um sumarið og við erum ekki búnir að fá borgað í 6-7 mánuði. Ég er úti á golfvelli og fæ tölvupóst að ég eigi að skrifa undir pappíra. Ég átti að skila þeim klukkan tvö og ég fékk póstinn klukkan 12,“ sagði Kári við Jóhann Skúla.

Kári var úti á golfvelli og ætlaði sér að klára hringinn. „Ég tók þá ákvörðun að ég nennti þessu ekki. Ég sagði nei, ég ætla ekki að gera það. Aðallega af því ég nennti ekki að koma mér heim úr golfi til þess að skrifa upp á pappíra um að mig langaði ekki í launin.“

Þegar Kári hafnaði því að skerða laun sín þá var hann rekinn. „Þá fékk ég póst um að samningnum hefði verið rift á staðnum. Þeir ráku mig sem er ólöglegt. Þetta endaði með því að þeir skulduðu mér það sem þeir borguðu ekki í sjö mánuði plús þetta eina ár sem ég átti eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands