Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu í ensku úrvalsdeildinni.
Stefnt er að því að hefja æfingar í næstu viku og hefja leik í júní. Deildin verður þá spiluð á sjö vikum og svo kemur viku frí. Ríkisstjórn Boris Johnson mun ákveða á fimmtudag hvernig reglurnar verða á næstu vikum. Það hefur mikil áhrif á hvort eða hvernig deildin á Englandi er fram.
Enska deildin skoðar það alvarlega að spila á hlutlausum völlum, völlum sem tryggja nægt rými fyrir alla og þá sem eru ekki ofan í íbúðar byggð. Einnig þarf að vera einfallt að girða svæðin af svo áhorfendur hópist ekki saman fyrir utan vellina.
Félög í fallbaráttu setja sig á móti því að spilað sé á hlutlausum velli en ef þau gera það, mun það kosta deildina gríðarlega. Mótið verði ekki klárað nema með þeim reglum, ef marka má Richard Bevan. Sá er stjórnarmaður í samtökum þjálfara í enska boltanum.
,,Það verður ekki klárað nema á hlutlausum velli,“ sagði Bevan og sagði ljóst að félögin yrðu að ganga að þessum kröfum, vilji þau klára mótið.
,,Ríkisstjórnin mun greina frá því að spilað verði á hlutlausum velli, þar sem hægt er að halda fjarlægð á milli starfsmanna og leikmanna.“
Félög sem berjast við falldraug vilja spila á heimavelli til að auka möguleika sína á sigri. Kosning um þetta ku fara fram í upphafi næstu viku.