fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Tveir samstarfsmenn Gunnars vildu byrja með systur hans: „Hann var með tvö símkort í símanum sínum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. maí 2020 20:00

© 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Örn Jónsson, fyrrum knattspyrnumaður ræðir ferill sinn í skemmtilegu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu í dag. Gunnar fer yfir feril sinn og velur bestu samherjana.

Jóhann Skúli bað Gunnar einnig um að ræða eftirminnilega erlenda samherja, Gunnar lék lengi vel með Breiðablik og KR og á báðum stöðum var Prince Rajcomar liðsfélagi hans.

Prince er hollenskur framherji sem vakti mikla athygli hér á Íslandi. Í KR var samkeppni um framherjastöðurnar árið 2009 og Prince heillaði ekki marga. ,,Það var mikill pirringur á meðal þeirra, sérstaklega þegar Prince var ekki að spila vel. Eins góður og hann var í fótbolta, þá var synd hvað hann var letur þegar hann vildi það,“ sagði Gunnar þegar hann rifjaði upp veru Prince í Vesturbænum.

,,Það var lítill húmor fyrir bullinu í honum þarna.“

Gunnar sagði frá því að tveir samherjar hans hafi viljað byrja með systur hans. Prince var einn þeirra. „Hann er eftirminnilegur gæi, hann var einn af þeim sem vildi vera með systur minni. Það var ekki alveg í boði, hann var með tvö símkort í símanum sínum,“ sagði Gunnar og hafði gaman af því að rifja þetta upp.

Annar leikmaður sem vildi giftast systur Gunnars kom frá Serbíu. ,,Nenad Zivanovic, hann var ógeðslega góður. Hann vildi alltaf giftast systur minni, ´She is so beautiful, i want to  marry her´,“ sagði Gunnar léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum