fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Svona er planið í ensku úrvalsdeildinni: Fundur á fimmtudag hefur mikið að segja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. maí 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu. Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.

Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu í ensku úrvalsdeildinni.

Stefnt er að því að hefja æfingar í næstu viku og hefja leik í júní. Deildin verður þá spiluð á sjö vikum og svo kemur viku frí.

Ríkisstjórn Boris Johnson mun ákveða á fimmtudag hvernig reglurnar verða á næstu vikum. Það hefur mikil áhrif á hvort eða hvernig deildin á Englandi er fram.

12 maí: Í næstu viku er planið að litlir hópar komi saman á æfingasvæðinu, tveggja metra reglan verður virt

25 maí: Æfingar hefjast með eðlilegum hætti og undirbúningur fyrir leiki fer á fullt

12 júní: Tímabilið byrjar og verður klárað á sjö vikum, þetta er dagsetningin sem unnið er út frá í dag.

27 júlí: Ef ekkert fer úrskeiðis er þetta dagsetningin sem enski boltinn ætti að klárast

3 ágúst: Viku síðar færi nýtt undirbúningstímabil í gang, leikmenn fá viku í sumarfrí þetta árið.

8 ágúst: Úrslitaleikur enska bikarsins færi fram, átta liða og undanúrslit færu framn á meðan deildin væri í gangi.

9 ágúst: Meistara og Evrópudeildin færi aftur í gang

22 ágúst: Enska úrvalsdeildin stefnir á að byrja nýtt tímbil þarna

29 ágúst: Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar færi fram en úrslitaleikur Evrópudeildarinnar þremur dögum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði

Bayern hefur mikinn áhuga en hann bíður eftir ákveðnu liði
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Í gær

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi