Dejan Lovren varnarmaður Liverpool hefur samsæriskenningar um kórónuveiruna og styður kenningar frá David Icke sem er samsæriskenningafræðingur.
Icke hefur birt mikið af myndböndum þar sem hann fer yfir sínar kenningar er varðar COVID-19 veiruna.
Icke telur að veiran hafi verið búinn til af stjórnvöldum til að stjórna fólki. Lovren styður þessar kenningar Icke og tjáir sig talsvert á samfélagsmiðlum.
Hann hjólar meðal annars i Bill Gates sem birti mynd á samfélagsmiðlum og þakkaði heilbrigðisstarfsfólki fyrir. „Búið spil Bill, fólk er ekki blint,“ skrifaði Lovren við færslu Gates.
Lovren greindi svo frá því að hann væri að styðja David Icke, þar hafa ýmsar kenningar komið fram um kórónuveiruna. Þar er talað um að veirunni sé dreift með 5G.