Sporting Lisbon er í fjárhagslegum vandræðum eftir sölu sína á Bruno Fernandes til Manchester United.
Lisbon fær yfir nokkura ára skeið 47 milljónir punda frá Manchester United.
Lisbon hafði fengið lán í banka vegna þeirra upphæðar sem United borgar næstu ár en peningavandræði bankans hafa orðið til þess að Lisbon fær eki lánið.
United borgar fyrir Fernandes yfir fimm ára tímabil en Sporting vildi fjármunina strax inn á reikning sinn og hafði samið við banka um lán með 2,5 prósenta vöxtum.
Bankinn hefur nú bakkað út úr þeim viðskiptum og hækkað vextina um 50 prósent.