Jose Mourinho, var ansi nálægt því að taka við Liverpool árið 2004. Þetta kemur fram í bókinni ‘Mourinho: Behind the Special One, from the origin to the glory´.
Mourinho hafði þá slegið í gegn með Porto var eftirsóttur biti, Liverpool vildi fá hann til að taka við af Gerard Houllier.
Í bókinni kemur fram að Liverpool hafi verið mjög nálægt því að sannfæra Mourinho þegar símtalið kom frá Chelsea.
Roman Abramovich náði að sannfæra Mourinho um að rétta skrefið væri til Chelsea og það gekk vel, Mourinho vann deildina í tvígang með Chelsea.
Mourinho hefur farið víða frá þessum tíma en í dag er hann stjóri Tottenham.