Paul Pogba, miðjumaður Manchester United segist ekki vita hver Graeme Souness er. Sérfræðingur Sky Sports er þekktur fyrir að tala niður til Pogba.
Pogba er umdeildur á Englandi, hann hefur ekki verið hliðhollur Manchester United og hefur viljað fara. Souness hefur rætt um hann sem krabbamein í hóp félagsins.
,,Ég veit ekki hver þetta er,“ sagði Pogba þegar hann var spurður að því, hvað honum þætti um gagnrýni Souness.
Souness var spurður um þessi ummæli Pogba. ,,Ég er ánægður með þetta,“ sagði Souness um svör Pogba.
,,Það er frasi sem var notaður í gamla daga, settu verðlaunapeninga þína á borðið.“
Souness var sigursæll á Englandi en Pogba var það á Ítalíu og er að auki Heimsmeistari.
English First Division – 🏆🏆🏆🏆🏆
European Cup – 🏆🏆🏆
League Cup – 🏆🏆🏆"Graeme can show him the medals!" 🏅
The #SkyFootballShow discuss Paul Pogba's recent comments about Graeme Souness… pic.twitter.com/1Xo5KX9W19
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2020