Paul Scholes, goðsögn Manchester United, segir að aðeins eitt lið hafi rætt við hann á ferlinum um að skipta um félag.
Scholes vann 11 deildartitla á ferlinum með United og vann einnig Meistaradeildina tvisvar.
Þessi fyrrum enski landsliðsmaður skipti ekki um félag á ferlinum en fékk þó símtal frá Inter Milan fyrir 20 árum síðan.
,,Ég var aldrei látinn vita af neinu liði sem hafði áhuga á minni þjónustu,“ sagði Scholes við BBC.
,,Ég fékk þó símtal einu sinni frá umboðsmanni, fyrrum umboðsmanni Bryan Robson. Hann hringdi á meðan við vorum á EM árið 2000 til að spyrja hvort ég hefði áhuga á að ganga í raðir Inter Milan.“
,,Það er eina símtalið sem ég fékk. Ég hef ekkert heyrt eftir það fékk ég engin símtöl.“