Leroy Sane, leikmaður Manchester City, myndi ekki kosta Bayern Munchen yfir 100 milljónir evra í dag.
Þetta segir Michael Rummenigge, bróðir Karl Heinz, sem er í dag stjórnarformaður þýska félagsins.
Bayern reyndi að fá Sane til félagsins síðasta sumar áður en hann sleit krossband og var frá í marga mánuði.
Michael telur að það væri ekki rétt ef Bayern myndi borga eins háa upphæð fyrir þýska landsliðsmanninn í dag.
,,Bayern hefði keypt hann fyrir 100 til 120 milljónir fyrir síðustu meiðslin,“ sagði Rummenigge.
,,Það væri þó mun ódýrara í dag og hann myndi kannski kosta aðeins 30 til 50 milljónir.“