Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa sett af stað góðgerðarsamtök sem eiga að styrkja, sjúkrahúsin í landinu í baráttu við kórónuveiruna.
Með þessu stíga leikmenn stórt skref en þeir hafa nú þegar safnað 4 milljónum punda, samkvæmt enskum blöðum.
Leikmenn á Englandi ætla ekki að taka á sig launalækkun en með þessu láta þeir gott af sér leiða.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og Harry Maguire, fyrirliði Manchester United fóru fyrir hópnum. Þeir sannfærðu leikmenn deildarinnar um að þetta væri rétt skref.
Leikmenn voru ósáttir með hvernig félögin hafa pressað á þá að lækka laun sín en hafa nú svarað með þessum hætti.