fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Danir reyndu að niðurlægja Hannes í gær sem svaraði með föstum skotum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 10:32

© 365 ehf / Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Morten, þú þarft ekki að vera bitur á Twitter eftir að þú og eignkonan þín misstuð fyrirtækið ykkar. Hafðu ekki áhyggjur, það birtir til,“ skrifar Hannes Þ Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í fótbolta á Twitter.

Hannes fór í hart við nokkra Dani í gær, þegar stuðningsmenn Bröndby í Danmörku fóru að ræða um versta leikmann í sögu félagsins. Hannes var nefndur á nafn og hafði ekki gaman af.

Hannes lék með Bröndby um stutt skeið árið 2006 en hann kom til félagsins frá Stoke, Hannes lék sem atvinnumaður í fjórtán ár.

Eftir að Hannes tók upp boxhanskana á Twitter í gær, hafa margir lagt orð í belg og Hannes hefur haldið áfram að svara. ,,Morten, þú ættir að hugsa út í það hvernig það er að láta fólk drulla yfir vinnu sem þú varst í fyrir 13 árum. Fótboltamenn eru bara venjulegt fólk, ég hef aldrei sagt neitt fyrr en núna,“ sagði Hannes.

,,Læknar ráðlögðu mér að hætta í fótbolta þegar ég var 22 ára, þetta var erfið vinna og miklar fórnir. Ef fólk ætlar að bauna á mig, getur það ekki farið að væla þegar því er svarað.“

Hér má skoða öll samskipti Hannesar við Danina í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United

Annað stórlið horfir til Rashford ef Barcelona kaupir hann ekki af United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin