fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Willum Þór varð sótillur í viðtölum: „Hvernig heldur þú að mér líði?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, er einn besti og merkilegasti knattspyrnuþjálfari seinni ára á Íslandi. Áður en Willum skellti sér í stjórnmálin, var hann sigursæll sem þjálfari. Hann náði frábærum árangri með KR og Val, auk þess þjálfaði hann fleiri lið með góðum árangri.

Willum var og og er enn í dag, gríðarlegur keppnismaður. Tap í kappleikjum fór ekki vel í Willum og var honum oft heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn, beint eftir súrt tap.

Benedikt Bóas Hinriksson þá fréttamaður hjá NFS ræddi við Willum, þá þjálfara Vals eftir leik liðsins við Víkinga í VISA-bikar karla 2006. Valur tapaði leiknum 2-1, þar sem Guðmundur Benediktsson fékk að líta rauða spjaldið.

Willum var mjög heitur eftir leik þegar Benedikt ætlaði að ræða við hann. ,,Ertu að spyrja mig að einhverju eða segja mér eitthvað? Hver er spurningin? Hvernig heldur þú að mér líði? Ef þú ætlar að spyrja mig að einhverju, þá skaltu spyrja, annars sleppir þú þessu,“ sagði blóðheitur Willum.

Viðtalið við Willum sem vakti mikla athygli má sjá hér að neðan.

Árið 2010 hafði Willum tekið að sér starf í Keflavík, eftir tap gegn hans gamla félagi KR á heimavelli fór Willum í viðtal við Fótbolta.net. Þar gekk á ýmsu og var Willum ekki skemmt, yfir þeim spurningum sem hann fékk.

Það viðtal má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar