fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Guðjón segir aldursfordóma ríkja á Íslandi en minnir á reynsluna: „Mun hafa gaman af þangað til ég dett niður dauður“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 21:50

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson efast um að hann fái starf aftur í íslenskum fótbolta, hann segir að aldursfordómar spili þar stórt hlutverk. Guðjón ræddi málið við Ríkharð Óskar Guðnason á Stöð2 Sport í kvöld.

Guðjón starfaði síðast á Íslandi árið 2012, þá var hann þjálfari Grindavíkur. Hann fékk starf í Færeyjum á síðasta ári og gerði vel með NSÍ Runavík. Guðjón er einn sigursælasti þjálfari í sögu Íslands og átti farsælan feril, hann veit hins vegar ekki hvort honum muni standa annað starf til boð.

,,Ég hef áhuga á fótbolta, fótbolti verður alltaf stóru þáttur í mínu lífi. Það gekk vel í Færeyjum, ég hef gaman af fótbolta. Ég mun hafa gaman af fótbolta þangað til ég dett niður dauður,“ sagði Guðjón á Stöð2 Sport í kvöld en hann gerði vel með ÍA, KR, íslenska landsliðið, Stoke og fleiri lið.

Guðjón sem er 64 ára gamall segir stjórnarmenn á Íslandi hafa aldursfordóma. ,,Þegar þú ert kominn yfir sextugt þá eru bara ungir menn í stjórnum félaga frá 30 til 40 ára. Þeir horfa á þá sem eru yfir sextugt sem gamla karla. Reynsla er vanmetinn.“

Guðjón ætlar ekki að sækjast eftir starfi á Íslandi og efast um að tilboð komi . ,,Ég myndi ekki sækja um starf, ég efast um að það verði á Íslandi. Maður veit aldrei, eina sem maður veit er að maður veit ekki neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði
433Sport
Í gær

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Í gær

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið