Það eru ágætis líkur á því að strákur að nafni Rayan Cherki spili fyrir Real Madrid einn daginn.
Cherki er efnilegasti leikmaður Lyon og hefur spilað 12 leiki á tímabilinu þrátt fyrir að vera 16 ára gamall.
Lyon bindur miklar vonir við þennan efnilega leikmann sem spilar sem framherji.
Cherki vill þó spila fyrir Real Madrid einn daginn en það er hans draumalið fyrir utan Frakkland.
,,Draumaliðið mitt fyrir utan Lyon? Það er Real Madrid,“ sagði Cherki í samtali heimasíðu Lyon.