fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Öllu frestað á Ítalíu: Emil og Birkir líklega til Íslands á morgun – 14 daga sóttkví og út að hlaupa

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. mars 2020 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Ítalíu hafa bannað alla íþróttakappleiki fram í byrjun apríl, er þetta vegna COVID-19 veirunnar.

Veiran hefur herjað all hressilega á Ítalíu og hefur fjöldi fólks látið lífið. Smit frá Ítalíu hafa borist hingað til lands.

Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason, leikmenn íslenska landsliðsins leika báðir á Ítalíu. Mikilvægir landsleikir eru í lok mánaðar. Eftir 17 daga leikur Ísland við Rúmeníu í undanúrslitum um laust sæti á EM, fimm dögum síðar gæti verið úrslitaleikur við Búlgaríu eða Ungverjaland.

433.is hefur fengið staðfest frá KSÍ að vonir standi til um að Birkir og Emil komi til landsins á morgun, þeir þurfa að fara í 14 daga sóttkví og geta því hafið æfingar, tveimur dögum fyrir leikinn gegn Rúmeníu.

KSÍ er í sambandi við Brescia sem Birkir leikur með og Padova þar sem Emil spilar. KSÍ vonast til að fá grænt ljós á næstu klukkustundum til að koma þeim heim.

Emil og Birkir munu geta farið út að hlaupa og gætu einnig sparkað í bolta en verða að vera einir, vegna veirunnar. Þetta munu þeir gera til að halda sér í formi fyrir landsleikina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði