fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433

Pirraður eftir brottför frá Wolves og gagnrýnir stjórann – ,,Alltaf sama liðið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Cutrone, leikmaður Fiorentina, hefur skotið fast á stjóra Wolves, Nuno Espirito Santo.

Cutrone var keyptur til Wolves á 16 milljónir punda í sumar en fékk ekki mörg tækifæri í ensku deildinni.

Cutrone samdi svo við Fiorentina í janúar en hann kennir Nuno um það sem fór úrskeiðis á Englandi.

,,Þú kemst ekkert á ef og hefði. Ef þetta fór svona þá átti þetta að fara svona. Ég veit ekki hvað hefði getað gerst,“ sagði Cutrone.

,,Upplifunin hjá Wolves hjálpaði mér að þroskast sem manneskja og atvinnumaður. Ég kynntist nýrri menningu, nýjum hefðum og bætti enskuna verulega.“

,,Sannleikurinn er sá að stjórinn, Nuno Espirito Santo, var með leikmenn sem hann setti allt traustið á og vildi ekki sleppa. Leikmennina sem hjálpuðu þeim að komast upp.“

,,Hann var mjög hliðhollur því byrjunarliði, alltaf sama byrjunarliðið, ég sá ekki aðra leikmenn í hópnum.“

,,Þetta var ekki bara ég heldur allir þeir sem tilheyrðu ekki þeim hóp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni

Settu nýtt met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi

Opinberaði hversu oft hann og Pamela Anderson stunduðu kynlíf á kvöldi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“
433Sport
Í gær

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu