fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Andri Fannar eftir óvænt tækifæri: ,,Örugglega því við erum víkingar“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. febrúar 2020 21:35

Andri Fannar Baldursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Fannar Baldursson spilaði óvænt fyrir lið Bologna í dag sem mætti Udinese í Serie A.

Andri er aðeins 18 ára gamall en hann kom til félagsins frá Breiðabliki og þykir mjög mikið efni.

Miðjumaðurinn ræddi við heimasíðu Bologna eftir leik og viðurkennir að tækifærið hafi verið óvænt í 1-1 jafntefli.

,,Ég er mjög ánægður með fyrsta leikinn. Ég hef lagt mig fram í vikunni en bjóst ekki við að fá tækifæri ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Andri.

,,Stjórinn sagði mér að fara út á völlinn og skemmta mér, ég reyndi að gera mitt besta og okkur tókst að skora gott jöfnunarmark.“

,,Ég er ánægður hér í Bologna, það er mikil ástríða fyrir fótboltanum á Íslandi og örugglega vegna þess að við erum víkingar og gefumst aldrei upp.“

,,Ef ég fæ kallið aftur þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Í gær

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum