Barcelona var nálægt því að fá framherjann Cedric Bakambu frá Beijing Guoan í gær á lokadegi félagaskiptagluggans.
Barcelona vildi fá framherja á lokadegi gluggans og var Bakambu ekki lengi að skella sér upp í flugvél.
Bakambu þekkir það vel að spila á Spáni en hann gerði það áður gott með Villarreal.
Hann fékk hins vegar símtal frá Barcelona í miðju flugi þar sem honum var tjáð að hætt væri við skiptin.
Bakambu hafði sjálfur bara gaman að þessu og grínaðist stuttu seinna á Twitter-síðu sinni.
Það er ekki ljóst af hverju Barcelona hætti við og verður Bakambu því áfram í Kína.
Yo @Transfermarkt change my transfer history with „Almost @FCBarcelona“ please 😅😂
No matter what happens we trust the process.
Thank God for everything 🙏🏾See you an other time @AntoGriezmann 😜 https://t.co/eeOzZMU7V2
— Cédric Bakambu (@Bakambu17) 30 January 2020