fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Guardiola biður stuðningsmenn að mæta á völlinn: Haugur af lausum sætum í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 12:40

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City fór örugglega áfram í 16 liða úrslit enska bikarsins er liðið fék Fulham í heimsókn á Ethiad völlinn í gær. Ballið var í raun búið áður en það hófst en Tim Ream fékk rautt hjá Fulham á sjöttu mínútu og Ilkay Gundogan skoraði úr vítaspyrnunni.

Eftir það var ekki að spyrja að leikslokum, Bernardo Silva kom City í 2-0 í fyrri hálfleik. Gabriel Jesus bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik og sigur City sannfærandi.

Pep Guardiola var ósáttur með mætinguna hjá Stuðningsmönnum City en tæplega 17 þúsund tóm sæti voru á vellinum.

Félagið á óft í vandræðum með að fylla kofann nema þegar stórleikir eiga sér stað, Guardiola vonast því eftir fullu húsi gegn Manchester United á miðvikudag. Liðin mætast þá í síðari leiknum í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

,,Núna höfum við nokkra daga til að undirbúa United leikinn, vonandi geta stuðningsmenn okkar komið og fyllt völlinn,“ sagði Guardiola en City vann fyrri leikinn 3-1 og er því í frábæri stöðu.

Þegar leikurinn hófst í gær var afar mikið af auðum sætum og stemmingin á vellinum ekki sú besta. Þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar

Gerir ekki ráð fyrir öðru en Guehi fari frítt næsta sumar