fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Mendes mættur til London til að hjápa United að kaupa Bruno

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 12:47

Jorge Mendes með Cristiano Ronaldo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Sporting Lisbon eru nú að deila um kaupverðið á Bruno Fernandes, miðjumanni félagsins. United vill kaupa Fernandes og Sporting er tilbúið að selja. Talið er að Fernandes sé á leið til United í þessum glugga vegna fjárhagsvandræða Sporting Lisbon.

Ensk blöð segja að United sé búið að bjóða 50 milljónir punda, og 10 milljónir punda að auki í bónusa. Það fer eftir frammistöðu liðsins og Fernandes, hversu mikið Sporting fær af því.

Sporting vill hins vegar 64 milljónir punda strax, ekki neina bónusa en félögin deila um þessi mál núna.

Ensk blöð segja að Jorge Mendes, einn áhrifamesti umboðsmaður í heimi reynir að hjálpa United að klára kaupin. Sagt er að Mendes sé á skrifstofu United í London til að hjálpa félaginu að ná saman við Sporting.

Mendes hefur unnið náið með Manchester United en hann er meðal annars umboðsmaður Cristiano Ronaldo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?