fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Aron Einar um ummælin frægu frá Albaníu: „Ég var ungur og vitlaus“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2019 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Albaníu í dag. Aron missteig sig í Albaníu árið 2013 eins og frægt varð, hann talaði um að Albanir væru glæpamenn.

Fyrirliðinn þroskaðist mikið og lærði af atvikinu. ,,Ég lærði mikið af þessu, ég lærði inn á sjálfan mig,“ sagði Aron.

RÚV og Geir urðu alveg brjáluð: „Þá sáum við mann sem var ber að ofan með haglabyssu á bakinu“

Glæpamanna ummælin vöktu ekki neina reiði í Albaníu en íslenska þjóðin var hneyksluð. ,,Ég var ungur og vitlaus á þessum tíma, maður var bara vitlaus. Ég hef þróast sem fyrirliði og persóna, jafnt og þétt. Allan minn feril.“

,,Ég gerði mistök, maður þarf að læra af þeim. Ég gerði svo sannarlega mistök þarna.“

Íslenska liðið mætir heimamönnum á morgun í undankeppni EM, erfitt verkefni en sigur er það eina sem er í boði. Baráttan á toppi riðilsins er hörð en Tyrkir og Frakkar hafa 12 stig líkt og Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Í gær

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Í gær

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?