fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Aron Einar um umræðuna í Dr. Football: „Það hefur verið King Mæk, það er minn maður“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2019 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Albaníu í dag. Aron ræddi þar um heilsu sína.

Í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football í dag var fjallað um Aron Einar. Rætt var um að líkamlegt atgervi Arons væri allt annað eftir að hann færði sig yfir til Katar, frá Englandi.

Aron hefur síðustu ár verið hálf meiddur en í dag virkar þessi magnaði leikmaður í sínu besta standi.

Um umræðuna í Dr. Football sagði Aron. ,,Það hefur líklega verið King Mæk, það er minn maður,“ sagði Aron og átti þar við sérfræðinginn góða, Mikael Nikulásson.

,,Mér líður bara vel, ég er góður í líkamanum. Mér finnst ég hafa svarað þessu oft, fyrir og eftir leikinn við Moldóvu. Ég væri búinn að spila meira ef ég væri áfram á Englandi.“

,,Ég hef spilað tvo leiki með Al-Arabi, mér líður vel í skrokknum. Ég er klár í leikinn á morgun, ég gef mig alltaf 100 prósent í leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“