fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Allir heilir heilsu í íslenska landsliðinu í Albaníu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2019 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Íslenska landsliðið kom til Albaníu í gær, vel fór um íslenska landsliðið í fluginu. Beint flug til Tirana frá Keflavík, með Icelandair.

Íslenska liðið mætir heimamönnum á morgun í undankeppni EM, erfitt verkefni en sigur er það eina sem er í boði. Baráttan á toppi riðilsins er hörð en Tyrkir og Frakkar hafa 12 stig líkt og Ísland.

Allir 22 leikmenn í hópi Íslands eru leikfærir á morgun. ,,Eftir leik eru sumir leikmenn með högg hér og það. Það eru allir klárir fyrir æfingu núna og vonandi eftir hana líka. Þetta á að vera í lagi;“ sagði Erik Hamren á fréttamannafundi í Elbasan í dag.

slenska landsliðið vann fínan sigur á Moldóvu á laugardag en verkefnið er snúið á morgun, Albanía er með ágætis lið og er erfitt að sækja þá heim.

Gegn Moldóvu ákvað Erik Hamren að spila 4-4-2 kerfið en við teljum að hann fari í 4-5-1 eða 4-4-1-1 á morgun. Þannig er líklegt að Emil Hallfreðsson komi inn á miðsvæðið og þá teljum við að Rúnar Már Sigurjónsson komi á hægri kantinn.

Það yrði þá á kostnað Jóns Daða Böðvarssonar og Arnórs Ingva ef við lesum rétt í spilin sem Hamren hefur á hendi.

Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Hjörtur Hermansson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Rúnar Már Sigurjónsosn
Emil Hallfreðsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Kolbeinn Sigþórsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“