fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Búið að hamast í Hannesi í allt sumar sem hefur eytt öllu úr símanum: „Eru það veikleikamerki að segja frá svona?“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2019 12:31

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins greindi frá því við Fótbolta.net í vikunni að hann væri hættu að fylgjast með umræðunni og lesa hana. Hann kveðst hafa eytt öllum samfélagsmiðlum úr símanum sínum.

,,Þessi fréttavika var á margan hátt áhugaverð, Hannes Þór Halldórsson greinir frá því að hann sé búinn að eyða öllu úr símanum sínum. Bara hættur að fylgjast, gott og vel. Gott hjá honum að gera það, eru það veikleikamerki að segja frá svona?,“ spurði maðurinn með æðstu gráðu í fótboltafræðunum, Hjörvar Hafliðason í nýjasta þætti dagsins.

Kristján Óli Sigurðsson var fljótur til svars. ,,Sérstaklega þegar þú ert að ljúga.“

Mikael Nikulásson telur að Hannes muni hlusta á nýjasta þátt af Dr. Football. ,,Það er eitthvað sem segir mér að Hannes verði mættur með heyrnartólin í dag, og hlusti á Dr-inn. Það eru landsleikir núna og hann reynir að einbeita sér að þeim.“

Mikael skilur þó hvað Hannes á við, Hannes hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir að hann kom heim í Val. Sérstaklega þegar hann fór í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar í sumar.

,,Ég skil hann að mörgu leyti, Hannes er rosalega næs náungi. Það hefur aldrei verið neitt nema, klapp á bakið. Þetta er frábær náungi, gerir engum neitt. Toppmaður, það er búið að liggja á honum í sumar. Hann hefur ekki verið að standa sig vel, hann fór í þetta brúðkaup. Þóttist vera meiddur og var ekkert meiddur,“ sagði Mikael en Hannes hefur reyndar staðfest að hann var meiddur, og fékk því frí frá leik Vals til að fara til Ítalíu.

Hannes var magnaður með landsliðinu í sumar og mun standa vaktina í marki liðsins gegn Moldóvu á morgun. ,,Hann var frábær í landsleikjunum. Sem betu fer, ef hann hefði skitið í landsleikjunum gegn Tyrklandi og Albaníu, þá væri hann búinn að slökkva á öllu.“

,,Hann klárar þessa leiki núna, tímabilið er búið með Val og svo kveikir hann á öllu aftur.“

Þátt dagsins má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk