fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Davíð Þór staðfestir að hann sé að hætta: Sjö Íslandsmeistaratitlar – „Ég hefði viljað hætta með titli“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH mun leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í dag. Davíð hefur átt magnaðan feril á Íslandi, hann hóf að leika með FH árið 2000. Þá aðeins 16 ára gamall.

Miðjumaðurinn knái var sex ár í atvinnumennsku en hefur frá 2013 leiki með FH og verið afar sigursæll ,,Ég hætti eftir þetta tímabil, þetta er síðasta árið,“ sagði Davíð þegar blaðamaður ræddi við hann í dag.

Davíð hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með FH en liðið á átta titla í sögunni, Davíð lék í atvinnumennsku þegar FH varð meistari árið 2012. Hann varð einu sinni bikarmeistari og er svekktur að hafa ekki bætt öðrum við um liðna helgi. ,,Ég hefði viljað hætta með titli, þetta var mjög svekkjandi um helgina,“ sagði Davíð en FH tapaði gegn Víkingi í bikarúrslitum, á laugardag.

,,Ég er 35 ára og mín hugsun hefur verið að hætta að meðan maður getur eitthvað. Þessi ákvörðun hefur verið í hausnum á mér síðasta árið, ég tel þetta góðan tímapunkt.“

FH er í góðri stöðu til að klára þriðja sætið í Pepsi Max-deildinni. ,,Við þurfum að klára þriðja sætið, svo getum við mögulega skoðað fyrir síðustu umferðina hvort annað sætið sé möguleiki.

,,Það er fullt af hlutum sem spila inn í þessa ákvörðun mína, þetta eru 20 tímabil í meistaraflokki. Það er kannski bara kominn tími á að setja púður í aðra hluti.“

Davíð lék á sínum farsæla ferli 9 A-landsleiki fyrir Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði