fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Ronaldo tjáir sig í fyrsta sinn eftir að hafa verið ásakaður um hrottalega nauðgun: „Þér líður svo illa“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2019 11:30

Ronaldo, Ronaldo Jr og unnusta hans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo þarf ekki að svara til saka vegna nauðgunnar sem hann var sakaður um, málið var fellt niður. Ronaldo var ásakaður um nauðgun af fyrrum fyrirsætunni Kathryn Mayorga en þau hittust á næturklúbbi árið 2009.

Mayorga ásakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi í Las Vegas en Portúgalinn hélt alltaf fram sakleysi sínu. Engin sönnunargögn fundust í máli Ronaldo og hefur því verið lokað.

Mayorga og Ronaldo eyddu nótt saman á Palms hótelinu í Vegas en sá síðarnefndi var þá nýbúinn að skrifa undir hjá Real Madrid. Hún sakaði Ronaldo um grófa nauðgun.

Ronaldo hefur í fyrsta sinn rætt málið við fjölmiðla. ,,Þau reyna að spila á stolt þitt,“ sagði Ronaldo í viðtali við Piers Morgan.

,,Þetta er erfitt, þú átt kærustu, fjölskyldu og börn. Það er ekki gaman þegar það er vegið að heiðarleika þínum. Þetta er mjög erfitt.“

Ronaldo skammaðist sín þegar Mayorga steig fram og ásakaði hann um þetta í upphafi árs. ,,Ég var heima í sófa og þá komu fréttir um mig og þetta mál. Þú heyrir að börnin koma niður stigann og þú skiptir um stöð. Ég skammaðist mín, mjög mikið.“

,,Þér líður svo illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stóð grafkyrr í næstum tvær klukkustundir og þetta er ástæðan

Stóð grafkyrr í næstum tvær klukkustundir og þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“

Ekki bara volæði í kringum landsliðið – „Ég trúi“