fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Einkunnir frá hörmungunum í Albaníu: Gylfi í sérflokki en einn fær slæma dóma

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Elbasan:

Íslenska karlalandsliðið spilaði mikilvægan leik í undankeppni EM í kvöld en við lékum gegn Albaníu. Ísland byrjaði leikinn afar illa og áttu Albanar fyrri hálfleikinn skuldlaust og leiddu 1-0 í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik jafnaði Gylfi Þór Sigurðsson metin fyrir Ísland eftir varnarmistök heimamanna. Ekki löngu seinna var staðan orðin 2-1 fyrir Albaníu en Elseid Hysaj skoraði stuttu eftir mark Gylfa.

Kolbeinn Sigþórsson var þá kynntur til leiks hjá Íslandi og jafnaði metin með sinni fyrstu snertingu – frábær innkoma.

Á 79. mínútu þá skoraði svo Odise Roshi þriðja mark Albana en hann átti skot sem fór í Kára Árnason og þaðan í netið. Sokol Cikalleshi kláraði svo dæmið fyrir heimamenn stuttu seina og lokastaðan, 4-2 fyrir Albönum.

Úrslitin því alls ekki góð fyrir Ísland sem er nú þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum í riðlinum.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 5
Gat lítið gert í mörkunum.

Hjörtur Hermansson 2
Var í tómu brasi í dag, á að gera betur í tveimur mörkum Albaníu.

Ragnar Sigurðsson 5
Ekkert við Ragnar að sakast í mörkum Albana.

Kári Árnason 4
Gaf eftir þegar líða tók á leikinn

Ari Freyr Skúlason 4
Ekki merkilegur leikur hjá Ara.

Rúnar Már Sigurjónsson 6
Slakur í fyrri hálfleik en átti flotta spretti í síðari hálfleiknum.

Emil Hallfreðsson 4 (´56)
Átti ekki góðan dag, að vera án félags á aldri Emils er ekki góð staða.

Aron Einar Gunnarsson 5
Fyrirliði þjóðar átti fínasta leik, smá brasi framan af en fann takt.

Birkir Bjarnason (´71) 5
Upp og ofan leikur hjá Birki

Gylfi Þór Sigurðsson 8 – Maður leiksins
Í algjörum sérflokki af leikmönnum Íslands, alltaf hættulegur.

Jón Daði Böðvarsson 4
Duglegur en var lítið að fá færi.

Varamenn: 

Kolbeinn Sigþórsson (´56) 7
Geggjuð innkoma, mark eftir tvær mínútur með fyrstu snertingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham