fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Það góða og slæma úr veislunni í Kópavogi: Smiðurinn mun lemja í borðið í kvöld

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur og Breiðablik skildu jöfn í Pepsi Max-deild karla í kvöld en leikið var í Kópavogi.

Valsmenn komust í 2-0 snemma leiks en Blikar sneru leiknum sér í vil og komust í 3-2.

Haukur Páll Sigurðsson sá svo um að tryggja Íslandsmeisturunum stig með skallamarki stuttu eftir þriðja mark Blika.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Leikurinn var sjálfur sturluð skemmtun. Við fengum sex mörk og sigurmarkið lá alltaf í loftinu en kom því miður ekki.

Brynjólfur Darri Willumsson stimplaði sig vel inn í Blikaliðið í kvöld og gerði tvö mörk. Blikarnir þurftu svo sannarlega á hans mörkum að halda.

Valsmenn voru stórkostlegir fyrstu 20-30 mínúturnar í kvöld. Minntu fólk á af hverju þeir eru tvöfaldir Íslandsmeistarar.

Blikar lenda 2-0 undir á 19 mínútum en snúa því í 3-2. Það sýnir geggjaðan karakter og ljóst að hausinn var ekki of langt niðri eftir lélega byrjun.

Mínus:

Að missa 2-0 forystu niður í 2-3 er auðvitað bara asnalegt af hálfu Valsara. Mörkin voru líka bara klaufaleg, hefðu vel getað komið í veg fyrir þau.

Varnarleikur beggja liða var oft bara glórulaus. Menn voru rosalega týndir oft á tíðum og mörkin hefðu getað orðið fleiri.

Annað mark Valsmanna skrifast algjörlega á Guðjón Pétur Lýðsson. Átti fáránlega sendingu á miðju vallarins sem fór beint á Andra Adolphsson sem lagði upp mark á Patrick Pedersen.

Þriðja mark Blika var ekki mikið betra. Valsmenn leyfðu boltanum að rúlla í netið. Þrír gátu komið í veg fyrir það en af einhverjum ástæðum þá endaði boltinn í markinu.

Smiðurinn Ólafur Jóhannesson mun lemja í borðið í kvöld. Ekki nóg með að missa þetta niður þá er útlit fyrir að Sigurður Egill Lárusson sé tognaður sem og Patrick Pedersen.

Það verður að viðurkennast að jafntefli gerir ekkert fyrir liðin. Valsmenn þurftu á þremur að halda í Evrópubaráttu og Blikum mistókst að halda í við KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann

Ray Anthony tekur við Grindavík – Feðgar munu aðstoða hann
433Sport
Í gær

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn

United færist nær því að kaupa landsvæði – Geta þá byggt nýja heimavöllinn