fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus: Skammarleg hegðun Elfars – Verðskuldað rautt og fáránleg viðbrögð

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er komið í úrslit Mjólkurbikars karla eftir leik við Breiðablik í undanúrslitum í kvöld.

Blikar komust yfir í leiknum í kvöld en Thomas Mikkelsen skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Víkingar svöruðu hins vegar fyrir sig með þremur mörkum og unnu að lokum 3-1 sigur. Liðið mætir FH í úrslitum í september.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Víkingar voru hreint út sagt frábærir í leik kvöldsins og þá sérstaklega í seinni hálfleik – það tekur tíma að búa til lið og Arnar veit alveg hvað hann er að gera.

Það er ekkert smá vopn fyrir Víkinga að fá Óttar Magnús í framlínuna – einn öflugasti vinstri fótur landsins.

Óttar skoraði geggjað mark í leiknum. Hann smellti boltanum í slá og inn beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Víkingar vilja spila skemmtilegan bolta og það heppnaðist vel í kvöld. Oft á tíðum áttu Blikar engin svör.

Það er svo gaman að sjá hvað Víkingar geta haldið boltanum og líka beitt gríðarlega hættulegum skyndisóknum. Það vantar ekki í vopnabúrið.

Mínus:

Mark Breiðabliks átti aldrei að standa. Vítaspyrna var dæmt í fyrri hálfleik eftir brot á Thomas Mikkelsen en hann var rangstæður. Fékk þó að standa.

Þorvaldur Árnason hefur átt betri leiki í dómgæslunni. Menn komust upp með alls konar hluti á Víkingsvellinum, stundum skiptir ferilskráin kannski máli.

Hvar er Gísli Eyjólfsson? Fengu Blikar rangan mann til baka? Var besti leikmaður efstu deildar í fyrra en hann er skugginn af sjálfum sér þessa dagana. Ósýnilegur að gera.

Blikar litu hreinlega út fyrir að vera mun verra lið en Víkingar – það er ekki gott fyrir komandi átök í Pepsi Max-deildinni þar sem mikill stigamunur er á liðunum.

Elfar Freyr Helgason fékk beint rautt spjald í leiknum. Hann fór glannalega í leikmann Víkings aftan frá og fékk verðskuldað rautt. Stuttu seinna reif hann rauða spjaldið af Þorvaldi dómara og henti því í grasið. Hvað ertu að hugsa? Eitt það heimskulegasta sem hann gat gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram