fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Kristján Óli vill sjá fleiri mæta og styðja HK: „Verð að óska eftir standard í Kórahverfinu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK er heitasta liðið í Pepsi Max-deild karla en liðið vann magnaðan 4-1 sigur á besta liði deildarinnar, KR í gær.

HK sem eru nýliðar, sitja í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar og á góðan séns á Evrópusæti. Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr Football, vill sjá liðið fá meiri stuðning.

,,Þú segir lið fólksins? Það er ekkert fólk sem mætir í Kórinn, þegar liðið er komið í toppbaráttu,“ sagði Kristján Óli í Dr Football þætti dagsins.

Kristján segir að kuldi utandyra geti ekki verið afsökun, því HK leikur inni í Kórnum.

,,Ég verð að fara að óska eftir standard í Kórahverfinu, fólk þarf að drullast inn í Kór. Það er ekki eins og það hafi verið afsökun að fara ekki út í kuldann í gær. Það var 20 stiga hiti í Kórnum.“

,,Það er synd að það séu ekki fleiri HK-ingar sem eru vitni af því þegar liðið vinnur KR 4-1, þeir fyrir ofan Val.“

Þátt dagsins má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt