fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Ótrúleg aðstaða sem Kári þurfti að sætta sig við: Stjórinn meig í vaskinn – ,,Hlandið lak í sturtuna og þornaði yfir nótt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kári Árnason, sem hefur átt magnaðan feril í atvinnumennsku, hann er nú mættur heim eftir 15 ára feril erlendis. Kári lék í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Kýpur og Tyrklandi á ferlinum.

Kári tjáði sig aðeins um tíma sinn hjá Rotherham á Englandi en hann lék með liðinu frá 2012 til 2015.

Þar gekk ýmislegt á en undir stjórn Steve Evans komst Rotherham úr D-deildinni upp í Championship með Kára innanborðs.

Aðstaðan í Rotherham var hins vegar hrikaleg þegar Kári mætti fyrst og væri ekki boðleg hjá flestum liðum í Evrópu.

,,Þetta er bara kartöflugarður, þetta er alveg ótrúlegt. Maður heldur að Íslendingar hafi það slæmt en þetta er bara tipp topp hér miðað við það sem gerist hjá old school klúbbum á Englandi,“ sagði Kári.

,,Þetta voru gámar sem var búið að setja sturtuaðstöðu í. Klóakið frá stjóranum tengdist í sturtuna hjá okkur og hann meig alltaf í vaskinn. Hlandið lak inn í sturtuna hjá okkur og þornaði yfir nótt.“

,,Þegar við mættum um morguninn var bara þornuð hlandlykt. Þetta var geggjaður tími og þetta hentar kannski ekki þeim strákum sem við fengum í láni frá stórliðum eins og Liverpool, Chelsea og Manchester United. Þetta hentaði þeim svo sannarlega ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni