fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Segir að slæmt tap ÍA hafi ekki komið á óvart: Sáum þetta á Englandi í vetur

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. júní 2019 20:35

Mynd: kfia.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar HK vann ÍA í Pepsi-Max deild karla um helgina en liðin áttust við á Akranesi.

HK hafði aðeins unnið einn leik fyrir leiknn gegn ÍA en það síðarnefnda var í þriðja sætinu eftir gott gengi í sumar.

Það kom þó ekkert svakalega mikið á óvart þegar HK vann ÍA en það var rætt um það í hlaðvarpsþættinum Sóknin hér á 433.is í dag.

Hörður Snævar Jónsson og Hrafn Norðdahl fóru yfir leiki helgarinnar og viðureignina á Akranesi.

Hrafn segir að ÍA minni á Wolves í ensku úrvalsdeildinni en liðinu gegn mjög vel gegn toppliðunum en illa gegn þeim minni.

,,Við ræddum þetta, ég segi ekki að þetta hafi verið augljóst en það var auðvelt að spá fyrir um þetta,“ sagði Hrafn.

,,Þetta er það sama og í ensku úrvalsdeildinni með Wolves. Þeir náðu stigum og unnu toppliðin en svo töpuðu þeir gegn botnliðunum.“

,,Þeir enda einhvers staðar rétt fyrir ofan miðju. Við höfum séð þetta allt áður og þetta kom mér ekkert á óvart.“

,,HK hefur spilað fínan fótbolta þó að stigin hafi ekki verið að detta. ÍA náði ekki að vinna þá í fyrra í Inkasso-deildinni. Vel gert HK, glæsilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta