fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Ótrúlegustu undanúrslitum sögunnar lokið: Mögnuð endurkoma Tottenham sem mætir Liverpool

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ajax 2-3 Tottenham (3-3, Tottenham í úrslit á útivallarmörkum)
1-0 Matthijs de Ligt(5′)
2-0 Hakim Ziyech(35′)
2-1 Lucas(55′)
2-2 Lucas(59′)
2-3 Lucas(95′)

Það fór fram magnaður leikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld er lið Tottenham heimsótti Ajax í undanúrslitum.

Um var að ræða seinni leik liðanna en Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli og var því í mjög góðri stöðu.

Heimamenn byrjuðu frábærlega í dag og skoraði varnarmaðurinn Matthijs de Ligt snemma eftir hornspyrnu.

Hakim Ziyech bætti svo við öðru áður en flautað var til hálfleiks og útlitið mjög bjart.

Lucas Moura lagaði svo stöðuna fyrir Tottenham á mínútu en hann kláraði færi sitt vel framhjá Andre Onana í markinu.

Lucas bætti svo við öðru marki ekki löngu seinna eftir vandræði í vörn Ajax og þurfti Tottenham aðeins eitt mark til viðbótar.

Það var útlit fyrir að Ajax myndi halda þetta út en á 95. mínútu leiksins þá skoraði Lucas þriðja mark Tottenham en fimm mínútum var bætt við.

Það er því Tottenham sem spilar við Liverpool í úrslitum keppninnar sem fer fram í Madríd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag