fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Arnar lék með risa sem elskaði að fá sér í glas: ,,Það gat enginn setið neins staðar, allur klefinn var fullur af honum“

433
Laugardaginn 4. maí 2019 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Þór Viðarsson sem átti magnaðan feril sem atvinnumaður, hann var elskaður og dáður hjá þeim félögum sem hann lék fyrir.

Arnar hefur búið erlendis í 22 ár en er mættur aftur heim. Hann er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og var í vikunni ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Arnar lék með framherja sem margir kannast við eða Jan Koller sem er fyrrum landsliðsmaður Tékklands.

Koller var þekktastur fyrir það að vera gríðarlega hávaxinn en hann var 2,02 metrar á hæð.

Hann hóf feril sinn hjá Sparta Prague í Tékklandi og var keyptur til Lokeren árið 1996 og var þar til 1999 er Arnar var hjá félaginu.

Arnar segir skemmtilega sögu af Koller sem átti síðan frábæran feril og lék með liðum á borð við Borussia Dortmund og Monaco.

,,Það var svolítið skemmtilegt. Ég man alltaf eftir því að þegar ég var nýkominn og var í varaliðinu þetta fyrsta ár, Eiður Smári var í PSV á þessum tíma,“ sagði Arnar.

,,Við vorum mikið saman og við fórum einhvern tímann á leik hjá Lokeren sem var einn af fyrstu leikjunum hjá Jan Koller.“

,,Hann var svo lélegur. Þú hefðir ekki keypt hann í gömlu utandeildina á Íslandi.“

,,Eiður Smári, eins góður og hann var og er, honum fannst þetta svo fyndið að þetta skyldi vera fyrsti senter hjá Lokeren.“

,,Hann sagði bara: ‘Addi, af hverju setja þeir þig ekki í senterinn? Þú ert betri en þessi gaur!’

,,Þessi gaur tók svo miklum framförum undir þessum Willy Reynders að það er ótrúlegt. Ferillinn sem hann síðan á er bara frábær.“

,,Koller átti það til á sunnudagsmorgni þegar það var æfing þá fór hann út á lífið, maður fór oft með honum eftir leiki.“

,,Hann entist yfirleitt eitthvað lengur en ég og þá kom hann oft bara beint upp á völl á æfingu.“

,,Þá lá hann á bekkjunum fyrir framan skápana, sofandi fram að æfingu. Hann var 2,20 á hæð eða eitthvað svo það gat enginn setið neins staðar! Allur klefinn var fullur af Jan Koller.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki