fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Ögmundur fékk fréttir um andlát afa síns: Yfirmaðurinn ósáttur – ,,Eins og hann væri að kenna mér um þetta“

433
Laugardaginn 25. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ögmundur Kristinsson, sem hefur verið einn besti markvörður Íslands síðustu ár, hann hefur á fimm ára atvinnumannaferli leikið í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og nú Grikklandi.

Ögmundur átti frábæra tíma í Grikklandi í vetur og er eftirsóttur biti. Hann hefur upplifað erfiða tíma á ferlinum líkt og flestir sem fara í atvinnumennsku, hann ræðir um allt sem hefur gengið á.

Ögmundur upplifði nokkuð erfiða tíma í Hollandi en hann spilaði þar með liði Excelsior sem var í úrvalsdeildinni.

Landsliðsmarkvörðurinn átti ekki alltaf fast sæti í liðinu og en samband hans við þjálfara liðsins var athyglisvert.

Ögmundur segir sorglega sögu af því þegar hann fékk símhringingu fyrir leik í Hollandi en honum var tjáð að Afi sinn hefði fallið frá.

,,Ég kunni vel við þjálfarann og markmannsþjálfarann líka. Ég er að spila leik hvort það hafi verið í lok nóvember og ég fæ símhringingu á leiðinni í leikinn frá pabba og hann segir mér að afi minn hafi verið að deyja,“ sagði Ögmundur.

,,Ég vissi alveg að það væri á næsta leyti þannig það kom ekkert sem sjokk eða eitthvað svoleiðis. Svo spilaði ég bara leikinn, við töpum 3-1 gegn NAC Breda sem var í kringum okkur og við hefðum kannski átt að vinna.“

,,Mörkin sem ég fékk á mig voru vítaspyrna, einn á móti einum og svo eitt þar sem ég hefði getað gert betur en það var á 90. mínútu. Hvort það var vendipunktur eða ekki veit ég ekki.“

Degi seinna ákvað Ögmundur að biðja um stutt frí svo hann gæti farið í jarðarför Afa síns. Þjálfari hans á þeim tíma tók ekki vel í þá beiðni.

,,Svo daginn eftir fer ég á skrifstofu þjálfarans og tilkynni honum þetta, að afi hafi verið að deyja. Það var bara til þess að láta hann vita að ég vildi fara heim í jarðarförina.“

,,Ef að það væri möguleiki. Hann tekur eitthvað illa í þetta. Eftir það var stirt á milli okkar. Mér fannst asnalegt hvernig hann tók í þetta. Það var eins og þetta væri mér að kenna, að ég hafi átt að láta hann vita fyrr sem var ekki möguleiki. Átti ég að segja honum 40 mínútum fyrir leik að þetta hafi verið að gerast?“

,,Þetta truflaði mig ekkert í leiknum en við áttum svo ágætis spjall og hann sagðist ætla að hvíla mig í þessum fjórum leikjum sem eftir voru.“

Ögmundur gat verið viðstaddur jarðarför afa síns en hann var jarðaður um jólin. Eftir þennan harmleik fór allt á fullt en Ögmundur átti ekki lengur fast sæti í liðinu.

,,Svo byrjum við bara á clean slate í janúar og ég tók því. Ég varð ekkert stressaður en var brjálaður, ég var ekkert sáttur við hann. Ég lét hausinn undir mig og æfði eins og skepna. Ég gerði allt til að komast aftur í liðið í janúar.“

,,Ég var 100 prósent viss um það að þegar fyrsti leikur kæmi þá myndi ég byrja. Svo var mér bara tilkynnt degi fyrir fyrsta leik að svo var ekki. Þá var orðið mjög stirt á milli okkar, við rifumst aðeins þar.“

,,Þá fór ég að leita að því að koma mér eitthvað. Svo gekk það ekki því þeir vildu ekki leyfa mér að fara. Ég þurfti að bíta í það súra og vera þar og æfa. Tækifærið kom svo í lokin og maður náði að enda tímabilið í Hollandi á fjórum góðum leikjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar