fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2019 08:00

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Kristjánsson sem er að hefja sitt annað tímabil með FH.

Þetta viðtal verður aðeins frábrugðið öðrum viðtölum í 90 mínútum. Við ræðum bara um FH og það sem Ólafur hefur verið að gera með liðið síðustu mánuði.

Ólafur tjáði sig aðeins um framherjann Geoffrey Castillion sem skrifaði á dögunum undir samning við Fylki.

Castillion átti ekki framtíð fyrir sér hjá FH og gerði lánssamning út tímabilið við Fylki og verður svo samningslaus eftir sumarið.

Viðtalið við Ólaf var tekið áður en Castillion skrifaði undir en hann fór aðeins yfir hegðun hollenska leikmannsins.

,,Hann kom og æfði og spilaði með okkur. Þegar Jakup [Thomsen] var kominn aftur þá spilaði hann einfaldlega betur,“ sagði Ólafur.

,,Þess vegna Geoffrey sagt af þessum möguleika sem hann hefði. Það kom ekkert út úr því.“

,,Síðan þegar við förum í æfingaferð þá ákveður hann að koma ekki með. Þegar þú ákveður að koma ekki með í svona æfingaferð þá fyrir mér ertu svolítið að loka dyrunum á eftir þér.“

,,Það eru ákveðnar skuldbindingar þegar þú ert samningsbundinn leikmaður. Hann fór til Hollands.“

,,Síðan hefur hann ekki snúið aftur þó svo að hann hafi talað um vilja til þess. Hann keypti sér flugmiða til Hollands og ég tel að hann eigi að kaupa sér miða til að koma aftur.“

,,Við erum að reyna að leysa þau mál í ákveðnu bróðerni og ferli. Ég vona svo sannarlega að hann geti spilað fótbolta einhvers staðar.“

,,Það verður að vera þannig að það sé hægt að loka þeim málum gagnvart honum og FH og félaginu sem hann fer í.“

,,Ég er ekki það lögfróður um svona samningamál, það er eflaust mismunandi túlkun á því hjá hverjum aðila fyrir sig. Hvaða leið það fer verður að koma í ljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elmar fékk þungan dóm
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sturlaður launapakki bíður Gary Lineker

Sturlaður launapakki bíður Gary Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
433Sport
Í gær

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels