fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Margrét trylltist eftir heimsókn frá mömmu: ,,Margrét mín, mér finnst þú hafa fitnað“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. apríl 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Margrét Lára Viðarsdóttir, hún hefur átt magnaðan feril, hún er ein allra besta, ef ekki besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Margrét var barnastjarna, sem ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún var einn besti leikmaður í heimi en meiðsli gerðu henni erfitt fyrir. Tölfræði hennar með kvennalandsliðinu er svo ótrúleg.

Margrét lék með liði Linköpings í Svíþjóð árið 2009 en hún fór þangað eftir frábært tímabil með Val árið áður.

Það var búist við miklu af Margréti er hún kom til félagsins en meiðsli settu stórt strik í reikninginn á þessum tíma.

,,Mér fannst Linköpings flottur staður, hæfilega stór fyrir mig Vestmannaeyjinginn. Þær urðu bikarmeistarar haustið áður en ég kem,“ sagði Margrét.

,,Þær voru með promising lið og ég vildi taka þátt í því. Ég átti að fá mjög stórt hlutverk og var bara mjög spennt fyrir því.“

,,Við urðum meistarar 2009, tvöfaldir meira að segja, bikarmeistarar líka en ég spilaði ekkert nema fram í júlí eða eitthvað.“

,,Aftur lendum við í því að þá sá sem fær mig, þjálfarinn hann var rekinn eða hætti eða eitthvað um haustið og annar sem tekur við í janúar.“

,,Þarna er ég orðinn ótrúlega slæm af meiðslum. 2008 tímabilið kom mér í gegnum það og ég var alltaf að drepast aftan í lærunum en spilaði leikina undir lokin.“

Margrét þurfti á meiri aðstoð að halda en félagið gat boðið upp á sem hafði slæm áhrif að lokum.

,,Árið 2009 fer ég út og aftur ætlaði ég að taka þetta með trompi, ég var að fara í atvinnumennsku og svo þróast það þannig að það var enginn sjúkraþjálfari þarna.“

,,Það bara nuddari, ekki að ég sé að gera lítið úr nuddurum, þeir eru frábærir. Þetta var bara stærra vandamál, ég þurfti meiri og betri meðhöndlun. Ég fékk það ekki.“

Hún byrjaði að þyngjast vegna meiðslanna eftir að hafa misst úr æfingum. Margrét segir svo skemmtilega sögu af því þegar móðir hennar mætti í heimsókn til Svíþjóðar.

,,Í fyrsta skiptið lendi ég í því að missa af æfingum og held bara áfram að borða það sem ég var að borða. Þá fer ég að þyngjast í fyrsta skiptið.“

,,Ég var ekki í góðu standi og tímabilið byrjar og ég spila fullt af leikjum. Ég kem alltaf fyrst inná ef ég er ekki í liðinu og er að setja mörk. Ég var samt ekki þessi leikmaður sem þeir höfðu séð fyrir sér.“

,,Ég lendi bara í erfiðum vítahring. Ég er bæði meidd og orðin aðeins of þung. Ég hafði aldrei skrifað matarbók, ég hafði aldrei þurft þess. Ég æfði bara á fullu, ég kem úr því að æfa 15 sinnum á viku sem krakki og svo minnkar það aðeins en ég æfi alltaf mikið.“

,,Það skipti ekkert máli, ég er líka bara rétt um tvítugt. Svo fara að setjast á mig einhver aukakíló, ‘aukakíló’ miðað við afreksmann.“

,,Það var ekki að vinna með mér og það var erfitt fyrir mig. Mamma kom í heimsókn í apríl eða eitthvað og hún sagði við mig: ‘Margrét mín, mér finnst þú bara hafa fitnað!’

,,Ég trylltist, ég var svo sár að hún hafi vogað sér að segja þetta en það var alveg rétt. Þetta var geggjaður staður og mér leið vel þarna en ég náði ekki að blómstra útaf meiðslum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga