fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Sló í gegn í Ófærð: Byggður upp með hörku í fótbolta -,,Hefur leyfi til að öskra á mann og niðurlægja“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson er í áhugaverðu viðtali í Fjarðarpóstinum. Pétur ólst upp í FH en lék einnig með Breiðabliki, ÍBV og ÍR. Hann hætti knattspyrnuiðkunn árið 2010.

Síðan þá hefur hann fetað aðrar brautir og er að slá í gegn sem leikari um þessar mundir. Pétur var lögregla í annari þáttaröð af Ófærð.

„Ófærð varð nokkurs konar masterclass í leiklist fyrir mig. Þar er manni heint inn í þvottavélina og svo kemur maður út og áttar sig á hversu mikið maður í raun lærði. Í Grimmd lærði ég að ég hafði aga til að missa 17 kíló og einnig að ég gæti tekið stórt hlutverk frá a til ö og skilað því vel af mér. Ég fann í París að þegar fólk brotnaði saman þá nýttist hvernig ég hafði verið byggður upp með vissri hörku í fótboltanum með FH,“ sagði Pétur við Fjarðarpóstinn.

Pétur segir að sú hugmyndafræði sem stundum er í fótbolta, að þjálfari og aðrir öskri á sig. Sé eitthvað sem megi breyta.“

,,Ég var með þjálfara sem voru ekki nettir og við ekki nettir á móti. [innsk. blm.; nettur er ákveðinn jákvæður verðleikamerkimiði]. Þeir hefðu mátt tala öðruvísi við okkur strákana og sýna meiri hlýju. Í raun fáránlegur heimur ef maður pælir í því; einhver karl hefur bara leyfi til því að öskra á mann og niðurlægja fyrir framan hóp af fólki. Það má alveg endurskoða þá stemmningu held ég.“

Pétur segir að ást og sjálfstæði fá hann til að virka betur en harðstjóri.

„Harðstjórar gera mann að sterkari manneskju á vissan hátt en ég er hrifnari af ást og sjálfstæði. Mér hefur gengið best í lífinu hjá þeim leiðbeinendum sem hafa sýnt mér það. Stress og hreytingur hefur ekki góð áhrif á mig. Ég hef alveg talað við gamla þjálfara um þennan tíma og ég var sjálfur erfiður en það var líka vegna þess að mig skorti þessa ást og umhyggju. Mig langaði í atvinnumennsku en fótboltinn var samt meira félagslegur fyrir mig, til að tilheyra og vera með vinum mínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“