fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Fyrrverandi eiginkona hins umdeilda rasista fær morðhótanir: „Þeir hóta að drepa mig og börnin“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. desember 2019 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að nafngreina manninn sem var með kynþáttafordóma í Manchester-slagnum um helgina. Maður að nafni Anthony Burke sást leika eftir apa í stúkunni og var það áreiti í garð miðjumannsins Fred. Fred er dökkur á hörund en myndavélar sáu áreitið er sá brasilíski var að undirbúa hornspyrnu.

Burke hefur verið sendur í leyfi í vinnunni en hann starfar hjá bygginafyrirtækinu Kier Group. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu og mun Burke ekki mæta til vinnu á meðan. Hann hefur sjálfur neitað því að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða.

,,Ég á að vera rasisti af því að það náðist skjáskot af mér, ég er ekki rasisti. Ég var að setja hendurnar mínar í vasann,“ sagði Burke sem hafnar öllu,.

,,Ég veit hvað er satt, ég vil ræða við lögregluna,“ sagði Burke sem var skömmu síðar handtekinn.

Fyrrum eiginkona hans hefur lent illa í því eftir hegðun hans, hún og börn þeirra fá morðhótanir. ,,Þetta er hryllingur,“ sagði konan sem vill ekki koma fram undir nafni, af ótta við fleiri hótanir.

,,Það hafa komið morðhótanir í garð mín og barnanna okkar. Ég hef grátið, ég er í andlegu áfalli. Svona er Burke ekki, fjölskylda hans er dökk að hörund. Ég hef horft á þetta aftur og aftur og get ekki fullyrt að hann sé að leika apa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins