fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Lingard svarar rasistanum: ,,Ekki einu sinni þessi hálfviti getur eyðilagt kvöldið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 7. desember 2019 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Manchester City og Manchester United áttust við.

Leikið var á heimavelli City og voru meistararnir taldir sigurstranglegri fyrir leikinn.

United vann þó óvæntan útisigur en þeir Marcus Rashford og Anthony Martial skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri.

Því miður þá var rasismi enn og aftur vandamál hjá enskum stuðningsmönnum en einn heimskur náðist á myndband.

Þar má sjá stuðningsmann City leika eftir apa og gerði apahljóð í átt að leikmanni United.

Jesse Lingard, leikmaður United, sá þetta og ákvað að tjá sig á Twitter. Hann lætur einn fávita ekki skemma fyrir sér frábært kvöld.

,,Ekki einu sinni þessi hálfviti getur eyðilagt tilfinningu kvöldsins, skammarleg hegðun. Þetta er kannski grannaslagur en það er aldrei afsökun fyrir rasisma,“ sagði Lingard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin

Arteta lofsyngur nýja manninn á bak við tjöldin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“