fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Sjáðu bolinn sem Rúrik Gíslason var að hanna fyrir 66°Norður

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. desember 2019 13:22

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kemur í verslanir 66°Norður bolur sem hannaður var í samstarfi við velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpanna, Rúrik Gíslason. Allur ágóði af sölu bolsins mun renna til SOS barnaþorpanna. SOS barnaþorpin veitir munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst.

Samtökin starfa í 136 löndum og reka 559 barnaþorp út um allan heim. Samtökin starfa óháð stjórnmálum og trúarbrögðum. Þau ná til ríflega milljón barna, ungmenna og fullorðinna í gegnum meira en 2,300 verkefni. SOS barnaþorpin eru stærstu óháðu hjálparsamtök heims sem einblína á börn án foreldraumsjár og ósjálfbjarga barnafjölskyldur.

„SOS barnaþorpin á Íslandi vinna frábært starf og ég er svo heppinn að fá að styðja við þeirra öfluga starf. Þegar ég gerðist velgjörðarsendiherra fór ég strax að hugsa hvað ég gæti gert til að vekja athygli á samtökunum og hvernig hægt væri að styðja þau fjárhagslega. Þar sem ég hef mikinn áhuga á tísku datt mér í hug að það væri gaman að hanna bol og selja til styrktar samtökunum. Ég vissi að þetta yrði flókið ferli og sá að ég væri ekki að fara að gera þetta einn. Ég hafði því samband við 66°Norður sem tóku mjög vel í hugmyndina og vildu hjálpa mér að framleiða bolinn. Markmiðin voru skýr við vildum að sjálfsögðu hanna flottan og vandaðan bol sem fólk myndi vera stolt að klæðast í. Það er virkilega ánægjulegt að sjá þessa hugmynd verða að veruleika og það líka á þessum árstíma, rétt fyrir jólin,“ segir Rúrik Gíslason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Í gær

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer