fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Rashford kláraði Mourinho og Tottenham í Manchester – Mikilvægur sigur Chelsea

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á fjör í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en fimm leikir voru að klárast rétt í þessu.

Stórleikur kvöldsins var á Old Trafford þar sem Tottenham kom í heimsókn undir stjórn Jose Mourinho.

Mourinho er fyrrum stjóri United en hann þjálfaði liðið í tvö og hálft ár áður en hann var rekinn í desember í fyrra.

Marcus Rashford er að spila vel þessa dagana en hann gerði tvennu í kvöld er United vann 2-1 sigur.

Dele Alli jafnaði metin í 1-1 fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks eftir fyrra mark Rashford sem kláraði svo leikinn úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.

Sigurinn lyftir United upp í sjötta sæti deildarinnar og er liðið einu stigi á undan Tottenham sem situr í því áttunda.

Chelsea vann heimasigur eftir tvö töp í röð en liðið mætti Aston Villa á Stamford Bridge.

Tammy Abraham mætti aftur í byrjunarlið Chelsea eftir meiðsli og kom liðinu yfir í fyrri hálfleik.

Egyptinn Trezeguet jafnaði svo metin fyrir Villa áður en Mason Mount skoraði sigurmark Chelsea með frábæru viðstöðulausu skoti á lofti.

Wolves situr í fimmta sæti deildarinnar eftir sigur á West Ham. Leon Dendoncker og Patrick Cutrone gerðu mörk Wolves.

Southampton vann þá mikilvægan 2-1 sigur á Norwich og Jamie Vardy skoraði enn eitt markið í 2-0 sigri Leicester á Watford – James Maddison komst einnig á blað.

Manchester United 2-1 Tottenham
1-0 Marcus Rashford(6′)
1-1 Dele Alli(39′)
2-1 Marcus Rashford(víti, 49′)

Chelsea 2-1 Aston Villa
1-0 Tammy Abraham(24′)
1-1 Trezeguet(41′)
2-1 Mason Mount(48′)

Leicester 2-0 Watford
1-0 Jamie Vardy(víti, 55′)
2-0 James Maddison(95′)

Southampton 2-1 Norwich
1-0 Danny Ings(22′)
2-0 Ryan Bertrand(43′)
2-1 Teemu Pukki(65′)

Wolves 1-0 West Ham
1-0 Leon Dendoncker(23′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar