fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Andri Lucas Guðjohnsen sagður demantur hjá risanum Real Madrid: Telja hann geta fetað í fótspor Eiðs Smára

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan Transfermarkt telur niður til jóla með því að fara yfir efnilegustu knattspyrnumenn heimsins, í dag skrifar vefurinn um Andra Lucas Guðjohnsen, framherja Real Madrid.

Andri Lucas er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og talað er um á vefnum að góðar líkur séu á að Andri Lucas, geti fetað í fótspor hans. Eiður er að margra mati besti knattspyrnumaður í sögu Íslands.

Andri Lucas er 17 ára gamall og samkvæmt vef Transfermarkt er hann hreinræktuð nía, alvöru sóknarmaður. Andri Lucas er 1,87 cm á hæð og er sagður martröð fyrir varnarmenn. Hann hefur leikið fyrir U17 og U19 ára landslið Íslands.

,,Andri er einn af þeim demöntum sem unglingastarf Real Madrid er með, hann skoraði 37 mörk á síðasta tímabili. Hann var næst markahæsti leikmaðurinn í öllu unglingastarfinu,“ sagði Nils Kern, ritstjóri Real Total sem fylgist með öllu starfi félagsins.

Hrósið sem Andri fær þarna er ansi mikið, Real Madrid er eitt stærsta knattspyrnufélag í heimi og hann er sagður demanturinn í unglingastarfi félagsins.

Andri Lucas lék áður með Barcelona og Espanyol, faðir hans Eiður Smári var lengi vel leikmaður Barcelona. ,,Á næsta ári mun fólk lesa mikið af þennan kraftmikla framherja, hann fer upp í varaliðið. Þar eru stórir og öflugir framherjar velkomnir, hann gæti endað eins og Alvaro Negredo eða Alvaro Morata. Framtíðin mun svara þessu en hann mun án nokkurs vafa, skora mikið af mörkum.“

Helstu tilþrif Andra má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“
433Sport
Í gær

Gerrard til í að hjálpa Liverpool

Gerrard til í að hjálpa Liverpool
433Sport
Í gær

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 3 dögum

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“