fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Grófar slúðursögur um að Sara væri að sofa hjá Sigurði Ragnari: Áttu bæði að vera með svínaflensuna

433
Miðvikudaginn 25. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands í fótbolta er í ítarlegu viðtali við Dr. Football Þar segir hún frá ljótum sögum sem hún mátti sitja undir þegar stjarna hennar sem knattspyrnukona var að rísa.

Sara var sögð eiga í ástarsambandi við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þá landsliðsþjálfara. Ekkert var til í þeim sögum og Sara átti erfitt með að tækla málið. Sara var ungur leikmaður en var að slá í gegn með landsliðinu, fólk í kringum landsliðið var að dreyfa þessum sögum.

,,Að ég væri að sofa hjá landsliðsþjálfaranum, að það væri ástæða þess að ég væri að spila. Byrja alla leiki, ég gerði mér ekki grein fyrir þessu strax. Ég fékk svínaflensuna, ég var í Frakklandi. Þá var skrifaður þessi frægi status um að SR (Sigurður Ragnar) væri hugsanlega með svínaflensu, hann væri líka með hana. Ég pældi ekkert í þessu,“ sagði Sara Björk við Dr. Football.

,,Ég heyrði í vinkonu minni eftir að ég kom heim, að þessi orðrómur væri að ganga. Maður var ungur og búinn að leggja mikið á sig, svo heyrir maður svona. Þetta er fólk sem maður er í kringum, að æfa með. Maður treysti, þetta var högg í andlitið.“

,,Hvað átti ég að gera? Átti ég að halda fund, eina sem ég hugsaði var að sanna hversu góð ég væri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því