fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Puma sagt byrjað að hanna nýjar treyjur Íslands: Þetta eru litirnir sem unnið er út frá

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera orðið nokkuð ljóst að KSÍ sé að ganga frá samningum við Puma, um að fara yfir í treyjur frá þeim. Landsliðið hefur um langt skeið verið í treyjum frá Errea.

Ekki er ljóst hvort Puma treyjurnar verði teknar í notkun fyrir sumarið, þar sem Ísland gæti tekið þátt á EM í fótbolta. Samningurinn við Errea ku renna út þegar mótið er í gangi.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um málið og segja að treyjan sem Puma sé að hanna verði ekki með jafn sterkum bláum lit og síðasta treyja Errea, talað er um að liturinn sé kallaður „Electric Blue Lemonade“ og má sjá hann hér að neðan, eftir á að hanna treyjuna sjálfa.

Sagt er að treyjurnar séu hannaðar þannig að þær tengist náttúru Íslands. ,,Ísland er þekkt fyrir magnað landslag, þar sem eldur og ís mætast. Treyjan mun tengjast því,“ sagði heimildarmaður FootyHeadlines.com.

Þá er fullyrt að varabúningurinn verði áfram hvítur eins og síðustu ár. Taka skal fram að þetta eru ekki treyjurnar sem Ísland mun leika í, en litir þeirra eru sagðir vera á þessa leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“