fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Lýsir hálf ömurlegu lífi Ronaldo fjölskyldunnar: Lífvörður fylgir ungu barni

433
Laugardaginn 14. desember 2019 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf dans á rósum að vera barn stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo sem leikur með Juventus.

Kona að nafni Elizabeth Borel er nágranni Ronaldo í Túrin þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni.

Ronaldo á fjögur börn en þrjú af þeim eru á yngsta aldri á meðan sonur hans, Cristiano yngri, er níu ára gamall.

Cristiano vill eins og aðrir krakkar fara út að leika sér en það getur verið afar erfitt vegna frægðar fjölskyldunnar.

Hann fær ekki að fara einn út að leika sér og þá fær móðir hans hjálp við flest allt frá barnfóstru þegar kemur að hinum börnunum.

,,Ég sé hann oft keyrandi um á Rolls-Royce. Við mætum honum á hverjum degi en bílrúðurnar eru litaðar,“ sagði konan.

,,Hann á mjög fallega innilaug og lítinn garð. Það er séð vel um hann og blómin eru falleg.“

,,Ég sé son hans reglulega bara labbandi um með hjólabretti á götunni sem fer að húsinu. Hann er alltaf með lífverði með sér.“

,,Móðir hans, Georgina, er alltaf með barnfóstru með sér sem hjálpar þegar kemur að sætunum í bílnum.“

,,Cristiano yngri er oft ekki heima, hann er í skólanum og fer svo á æfingar með Juventus.“

,,Ef hann þarf fleiri vini þá get ég kynnt hann fyrir fjórum barnabörnum mínum. Það eru einnig börn nágrannana sem eru á svipuðum aldri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Í gær

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál