fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Spá því að maðurinn missi vinnuna: Eiður Smári – „Þvílíkur asni, skammarlegt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. desember 2019 13:40

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að nafngreina manninn sem var með kynþáttafordóma í Manchester-slagnum um helgina. Maður að nafni Anthony Burke sást leika eftir apa í stúkunni og var það áreiti í garð miðjumannsins Fred. Fred er dökkur á hörund en myndavélar sáu áreitið er sá brasilíski var að undirbúa hornspyrnu.

Burke hefur verið sendur í leyfi í vinnunni en hann starfar hjá byggingafyrirtækinu Kier Group. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu og mun Burke ekki mæta til vinnu á meðan. Hann hefur sjálfur neitað því að um kynþáttafordóma hafi verið að ræða.

,,Ég á að vera rasisti af því að það náðist skjáskot af mér, ég er ekki rasisti. Ég var að setja hendurnar mínar í vasann,“ sagði Burke sem hafnar öllu,.

Tómas Þór Þórðarson, og sérfræðingar hans á Vellinum hjá Símanum ræddu málið í þætti sínum í gær. ,,Þarna átti sér stað ömurlegt atvik,“ sagði Tómas Þór.

Eiður Smári hafði sterka skoðun á þessu máli. ,,Hvað á maður að segja? Þetta er eins asnalegt og það gerist, sá getur verið stoltur af sjálfum sér. Þvílíkur asni, skammarlegt. Þetta á ekki að sjást, ekki bara í fótbolta. Þetta á ekki að sjást.“

Að auki var kveikjurum og flöskum kastað í leikmenn United. ,,Kasta inn á hlutum, maður hefur séð þetta á Spáni og Ítalíu. Þetta var ljótt að sjá, sem betur fer setti þetta ekki stimpil á sigurleik United. Þeir sögðu það sjálfir, þeir ætluðu ekki að láta eitt fífl skemma fyrir sér.“

,,Þetta snýst ekki um hörundslit, menn haga sér ekki svona. Þú labbar ekkert um göturnar og ert með rasisma, heldur þú að þú hafir þá leyfi af því að borgar þig inn á leik? Þetta er útrætt.

Bjarni Þór Viðarsson telur að maðurinn, missi vinnuna. ,,Ég ímynda mér að hann sé ekki í vinnu, það er bara heimskulegt að haga sér svona. Ólíðandi fyrir þessa leikmenn að lenda í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina